Jörfagleði 2011

DalabyggðFréttir

Jörfagleði 2011 verður dagana 15.–20. apríl og því tímabært að huga að þátttöku.
Undirbúningur er hafinn og er það menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar sem heldur utan um hátíðina.
Nú er bara að leggjast undir feld og koma fram með góðar hugmyndir að skemmtilegum viðburðum.
Þeim sem hafa hug á að taka þátt er bent á að hafa samband við formann nefndarinnar Herdísi á netfanginu herdis@dalir.is eða í síma 695 0317.
Athugið að umsóknarfrestur til Menningarráðs Vesturlands vegna styrkja 2011 rennur út 20. desember næstkomandi.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei