Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin sunnudaginn 12. ágúst kl. 13.00 – 17:30. Aðgangur er ókeypis.
Gestum er bent á að netsamband er stopult í Ólafsdal og því skynsamlegt að hafa með sér lausafé til að versla eða taka þátt í happdrætti.
Dagskrá
10:30
|
Undanfari hátíðar. Gönguferð í Skálina. |
Gengið upp í skálina í Ólafsdal og spáð í örnefni, byggingar og staðhætti í Ólafsdal. Ljósmyndir sem teknar voru úr Skálinni um 1900 hafðar til hliðsjónar.
|
|
12:00 | Ólafsdalshappdrætti |
Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Miðaverð er kr. 500. Fjöldi veglegra vinninga.
|
|
12:00 | Ólafsdalsmarkaður og sýningar |
Ólafsdalsgrænmeti, fjölbreytt handverk, ostar frá MS, Erpsstaðaís, kræklingur, ber, hestar teymdir undir börnum, stuttur reiðtúr og margt fleira. Kaffiveitingar. | |
Sýningin Ólafsdalsskólinn 1880-1907 á fyrstu hæð skólahússins. | |
Dalir og Hólar FERÐ: Listsýning á annarri hæð skólahússins. | |
13:00 |
Hátíðardagskrá
|
Kynnir er Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari. | |
Ávörp flytja Svavar Gestsson stjórnarmaður í Ólafsdalsfélaginu, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Auðarskóla. | |
Hljómsveitin Moses Hightower. | |
Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með gamanmál. | |
Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður flytur erindið Ólafsdalur 1906-1916, minningar frænda míns.
|
|
15:00 | Stígvélaði kötturinn |
Leikhópurinn Lotta sýnir Stígvélaða köttinn | |
16:30 | Dregið í Ólafsdalshappdrættinu |
17:00 |
Eyðibýli á Íslandi
|
Steinunn Eik Egilsdóttir arkitektanemi og Gísli Sverrir Árnason R3 ráðgjöf kynna rannsóknarverkefnið Eyðibýli á Íslandi. Áhugaverð hús á Vesturlandi.
|
|
13:00 |
Kaffihlaðborð að Skriðulandi.
|