Þorrablót Laxdælinga

25jan(jan 25)19:3026(jan 26)03:00Þorrablót Laxdælinga

Nánari upplýsingar

69. Þorrablót Laxdælinga verður haldið laugardaginn 25. janúar af Óla Pá í félagsheimilinu Dalabúð. Húsið opnar 19:30, borðhald hefst 20:00.

Dalakot sér um veitingar, Guðmundur Sveinn spilar undir fjöldasöng og hljómsveitin Bland heldur uppi stuðinu fram á nóttu.

Miðaverð er 11.500 krónur, einnig er hægt að panta miða eingöngu áballið á 5.000 krónur. Við biðjum ykkur um að panta miða í seinasta lagi þriðjudaginn 21. janúar.

Fyrir miðapantanir má hafa samband við Sædísi Birnu í síma 771-6265, Önnu Siggu í síma 898-5079 eða senda tölvupóst á netfangið laxdaelingar@gmail.com
Miðar verða afhentir föstudaginn 24.janúar frá 16:30-19 í Dalabúð.

Núþegar hafa fjöldi miðapantana borist, fyrstur kemur fyrstur fær.

Meira

Klukkan

25. Janúar, 2025 19:30 - 26. Janúar, 2025 03:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

Other Events

Get Directions