Ráðstefna um minkaveiðiátak og framtíð minkaveiða

DalabyggðFréttir

Umsjónarnefnd með minkaveiðiátaki boðar til ráðstefnu um árangur átaksins, rannsóknir og framtíðarsýn um fyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, 14. mars 2011, kl. 13-16.
Markmið minkaveiðiátaksins 2007-2010 var staðbundin útrýming minks í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Veiðiálag var aukið og samhliða var unnið að rannsóknum til þess að meta árangur og leita svara við þeirri spurningu hvort mögulegt væri að útrýma mink á landsvísu. Merkjanlega góður og skjótur árangur náðist í Eyjafirði. Hægar gekk að fækka mink á Snæfellsnesi, en þar hefur þó einnig orðið veruleg fækkun.
Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að kynna árangur verkefnisins og niðurstöður rannsókna og hins vegar að velta upp spurningum um framtíðarfyrirkomulag minkaveiða.
Ráðstefnan verður send út á netinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Heimasíða Umhverfisráðuneytisins

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei